„Það er bara verið að tala um að selja eign sem við eigum, sem við fengum á grundvelli samninga, og breyta henni í peninga vegna þess að menn telja hentugan tíma til þess núna. Af hverju er verið að flækja þetta mál svona mikið? Maður situr uppi með eignina sína og ætlar ekki að selja hana af því að maður er svo tortrygginn, af því að maður gæti fengið betra verð einhvern tímann síðar,“ sagði Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki í þingræðu í gær.
„Svo bara grotnar eignin niður og verður að engu. Það er það sem við erum að koma í veg fyrir, við þurfum auðvitað að koma þessari eign í verð vegna þess að það er skynsamlegt núna, og hefur ekki verið jafn skynsamlegt á nokkrum einasta tíma en akkúrat núna, og svo eru menn einhvern veginn að gera allt ferlið tortryggilegt,“ sagði Brynjar.