Bankasalan skýrt dæmi um vanhæfni
„En það breytir því ekki að ríkið á áfram 65 prósenta hlut í Íslandsbanka sem hefur núna hækkað í verði og í raun og veru aukið verðgildi sitt eftir þessa sölu. Þannig að ég tel í raun og veru fyrst og fremst þetta vera vel heppnaða aðgerð vegna þess hverju dreift eignarhaldið er, hversu mikill áhuginn er og við sjáum fjölbreyttan hóp fólks sem tekur þátt í þessu,“ segir forsætisráðherra.
Það er Björn Leví Gunnarsson sem skrifar:
„Jah, hinn möguleikinn er að það hafi verið rosalegt vanmat á verðmæti Íslandsbanka. Að ráðgjöfin sem keypt var fyrir 1,4 milljarða hafi verið léleg og að viðbrögð stjórnvalda við áhuga á bréfum í bankanum hafi ekki verið rétt. Fjármálaráðherra gat nefnilega hvenær sem er ákveðið að selja ekki – og þannig hefði hann getað bjargað mörgum milljörðum af almannaeign.
Þannig má segja að það hafi kostað okkur amk 10 milljarða (og hefur farið hækkandi) að komast að því að bankinn var verðmætari en stjórnvöld gerðu sér grein fyrir. Ef það er ekki skýrt dæmi um vanhæfni þá veit ég ekki hvað er það.“