Gunnar Smári skrifar:
Hér er maður sem heldur því fram að það sé ekki nóg að eigið fé Arion skili 4,3% ávöxtun. Hvernig dettur honum slíkt í hug? Hvers vegna ætti Arionbanki að soga meira en um 8,3 milljarða króna í hreinan hagnað árlega upp úr íslensku samfélagi? Er það ekki allt of mikið? Má ekki bara leyfa fólki og fyrirtækjum að halda þessum peningum fyrir sig? Hver er bættari á því að eigendur Arion leggi þessar kvaðir á almenning og atvinnulífið? Samanlagt eru viðskiptabankarnir þrír að draga til sín 25-30 milljarða króna árlega í hreinan hagnað, nýtt hátæknisjúkrahús á þriggja ára fresti. Hvílík sóun.