- Advertisement -

Bankar lána ekki en benda á milliliði

Verktakar neyðast til að fjármagna byggingar á nokkurskonar okurlánum.

„Það er ekki alltaf sanngjarnt að benda á verktakana og kenna þeim um hátt íbúðarverð. Þar kemur fleira til,“ sagði starfandi stjórnandi í verktakafyrirtæki.

Hann segir viðskiptabankana ekki vilja lána verktakafyrirtækjum þar sem þau mörg hver eiga ekki nægt eigiðfé. „Bankarnir benda þeim á milliliði sem lána verktökunum á allt öðrum og hærri vöxtum en bankar taka. Þetta breytir kostnaði við byggingarnar svo um munar. Kannski eru þetta fimmtán til tuttugu þúsund krónur á hvern fermetra.“

Viððmælandinn er sannfærður um að milliliðirnir eigi ekki peninga sem þeir lána verktökunum. „Þeir hafa eflaust betra aðgengi að bönkum en verktakarnir.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: