- Advertisement -

Bankar eru ómerkileg fyrirbrigði

Gunnar Smári skrifar:

Það gengur ekki að þeir dragi 43 milljarða upp úr hagkerfinu á sex mánuðum og byggi yfir sig hallir á sama tíma og grunninnviðir og mikilvægustu kerfi landsins eru vanfjármögnuð.

Það eru rúmlega þúsund manns sem bíða eftir liðskiptum, sem kosta um 1,2 m.kr. að meðaltali. Það myndi því kosta um 1,2 milljarð að tæma þessa biðlista. Ég beið um tvö ár eftir liðskiptum, kom auðvitað mörgum árum of seint til læknis eins og algengt er, var orðinn svo verkaður að ég svaf varla heila nótt þennan tíma sem ég beið. Ég reikna með að engum sem er að bíða líði neitt betur en mér leið; og leyfi mér því að fullyrða að það er varla til betri fjárfesting fyrir samfélagið en að tæma þessa biðlista.

Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans mun kosta meira en 12 milljarða, tífalda þá upphæð sem kostar að tæma biðlista eftir liðskiptum. Líklega mætti tæma alla biðlista eftir heilbrigðisþjónustu fyrir það fé sem verja á í þetta hús yfir banka.

Við verðum að snúa af braut. Bankar eru ekki merkileg fyrirbrigði, þvert á móti eru þeir ómerkileg fyrirbrigði. Það gengur ekki að þeir dragi 43 milljarða upp úr hagkerfinu á sex mánuðum og byggi yfir sig hallir á sama tíma og grunninnviðir og mikilvægustu kerfi landsins eru vanfjármögnuð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: