Meðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur enga sýnilega ástæðu til að rannsaka frekar sölu ríkisins á Landsbankanum, segist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra að rannsókn á sölunni þurfi að fara fram.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, spurði Benedikt á þingi fyrir skömmu hvort ekki sé ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli þannig að við fáum allt fram um þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni?
Svar Benedikts var stutt og ákveðið: „Svar mitt er einfalt: Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli.“
Síðar sagði Benedikt, þegar Katrín spurði meðal annars hvort hann telji ástæðu til að bíða með að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins í bönkunum þar til slíkri rannsókn hefur verið lokið:
„Ég get svarað þingmanninum heils hugar: Þetta ferli verður að vera opið, það verður að vera gagnsætt, við verðum að eyða tortryggninni í kringum bankana.“