- Advertisement -

Bankamálið: Ríkisendurskoðun áhugalaus

„Ríkisendurskoðun hafði engan áhuga á þessu máli. Hafði aðeins áhuga á niðurlægja þann einstakling sem hafði kvartað,“ sagði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi rétt í þessu. Hann sagði endurskoðendur einnig hafa brugðist. Trúlega hafi 200 milljónir dollarar verið sogaður út úr bankanum og að tap lífeyrissjóða vegna þess alls sé um 150 milljarðar króna.

Vilhjálmur talaði um fyrningar glæpa, sem hann sagði  ekki geta átt við nú:  „Þetta er samfelldur glæpur frá 16. janúar 2003 til 30. mars 2017,“ sagði Vilhjálmur

Er okkur viðbjargandi?

Theodóra S. Þorsteinsdóttir Viðreisn spurði í ræðu sinni, á Alþingi rétt í þessu, hvort okkur sem þjóð sé viðbjargandi.

Hún velti fyrir sér hvort að, þeir sem áttu að hafa eftirlitið, hafi ekki spurt réttu spurninga viljandi eða hvort þeir hafi ákveðið að setja kíkinn fyrir blinda augað.

Barnalegur fögnuður Bjarna

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði meðal að orsætisráðherra hafi fagnaði barnalega sölu Arionbanka. Hann benti einnig á að stjórnarsinnar tali hver á sinn á veg. Hann sagði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fullyrða að ekkert liggi á að selja bankana en formaður fjárlaganefndar tali á hinn veginn.

„Þarf líka að rannsaka tengsl forystumanna Sjalfstæðisflokks og Framsóknarflokks við þá sem keyptu bankana,“ sagði Logi Einarsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: