- Advertisement -

Bankamálaráðherrann og svo fjármálaráðherrann

Teikning Ívars Valgarðssonar i Mogga dagsins.

Lilja Alfreðsdóttir bankamálaráðherra vill að hluti af ofurhagnaði bankanna fari til þeirra verst stöddu. Að bankarnir sitji ekki einir að þeim meira en áttatíu milljörðum sem þeir högnuðust um í fyrra.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er alfarið á móti því að bankarnir slaki á klónni. Bjarni er hið mesta ólíkindatól. Þegar hann var spurður um aukinn bankaskatt sagði og þá staðreynd að meðal okkar er fólk sem nær ekki endum saman, sagði hann:

„Við sem ríkisvald eigum að vera með þéttriðið net í gegnum félagsleg úrræði fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda og við eigum ekki að færa það yfir í bankakerfið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann Bjarni. Hann er engum líkur. Því í ósköpunum hefur hann þá ekki gert neitt til að koma til móts við það fólk sem minnst á og verst hefur það. Fólk sem ríkisvaldið hefur dæmt til ævarandi fátæktar. Ef einhver einn er ríkisvald á Íslandi, þá er það Bjarni.

Allar lýkur eru á að Bjarni sigri Lilju og Framsókn í þessari deilu. Katrín Jakobsdóttir horfir á.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: