Stjórnmál
„Repúblikanaflokkurinn er í heljargreipum Trumps. Flokkurinn er ekki lengur flokkur Reagans og Jacks Kemps. Gildum hægrimanna hefur verið vikið til hliðar. Lýðhyggja og einangrunarstefna tekið völdin. Með sama hætti er Demókrataflokkurinn ekki lengur flokkur Johns F. Kennedys, heldur vinstrisinnaður flokkur þar sem pólitískur rétttrúnaður ræður för. Tengslin við venjulegt launafólk hafa rofnað. Elíta og yfirstétt eru við völdin,“ segir meðal annars í nýrri Moggagrein Óla Björns Kárasonar Sjálfstæðisflokki.
„Bandarísk stjórnmál hafa ratað í ógöngur og það getur haft víðtæk áhrif um allan heim, ekki síst hér á landi. Pólitísk kerfi sem býður 342 milljóna manna þjóð ekki upp á betri kosti en Trump eða Harris (áður Biden) er í vanda. Og sá vandi getur orðið vandi alls hins frjálsa heims.“