Greinar

Bandaríkin eru ekki virkt lýðræðisríki

By Gunnar Smári Egilsson

February 12, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Bandaríkin eru ekki opið virkt lýðræðisríki heldur auðræði sem stjórnað er af gölnum manni í gegnum twitter. Þau sem auðguðust af að sölsa undir sig eignir og auðlindir almennings á nýfrjálshyggjutímanum ætla að verja auð sinn með fasisma, þeim er skítsama um lýðræðið; höfðu aldrei áhuga á öðru en að hefja eignaréttinn yfir öll önnur réttindi og að skilgreina hlutafélög þannig að þau hefðu mannréttindi, svo þau gætu varið eignir sínar. Ef ekki er hægt að verja þessar eignir, og völdin sem þau gefa, innan lýðræðiskerfisins þá skiptum við yfir í twitter-einræðisherra studdan af alræði hinna ríku.