- Advertisement -

Bálför Frjálsa lífeyrissjóðsins

- lífeyrissjóðurinn brenndi á annan milljarð króna í hinu mislukkaða iðjuveri United Silicon.

Umræða Peningabrennslan í Helguvík, öðru nafni United Silicon, skaðar marga. Þeirra á meðal er fólk sem hefur falið lífeyrissjóðum, ekki síst Frjálsa lífeyrissjóðnum, að ávaxta sparnað sinn. Ákvörðun forráðamanna sjóðsins hefur reynst hin versta. Væntanlega skaðar hún ekki þá sem hana tóku, en hún skaðar fjölda fólks.

Í Markaðnum í dag segir: „Frjálsi á stærstu fjárfestingu íslenskra lífeyrissjóða í verkefninu eða sem nemur 1.178 milljónum króna eða rétt rúmu hálfu prósenti af heildareignum hans. Fjárfestingin skiptist jafnt á milli skuldabréfa og hlutabréfa í kísilverinu og voru viðskiptin öll framkvæmd eftir ráðgjöf Arion banka. Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Markaðarins að búið sé að ráðast í 90 prósenta varúðarniðurfærslu á skuldabréfum og hlutabréfum sjóðsins í United.“

Vonandi þiggja stjórnendurnir ekki fleiri ráð frá bankanum. „Um er að ræða varúðarniðurfærslu en algjörlega óvíst er hve mikið af fjárfestingunni tapast og upplýsingar um það liggja ekki fyrir að svo stöddu,“ segir Arnaldur Loftsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjósins.

Bregðist t.d. skipstjórnarmaður í starfi sínu fara fram sjópróf. Er ekkert slíkt gert þegar þúsund milljón króna, í eigu saklausra, eru brenndar á báli, eiturbáli?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: