Fréttir

Baldur fer í framboð

By Ritstjórn

February 12, 2022

Baldur Borgþórsson, sem var varaborgarfulltrúi Miðflokksins, en gafst upp á samstarfinu við Vigdísi Hauksdóttur, og færði sig yfir í Sjálfstæðisflokkinn, ætlar að taka þátt í profkjöri þess flokks. Hann skrifar:

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

Ákvörðunin var ekki erfið heldur þvert á móti ánægjuleg og er ég afar þakklátur öllu því góða fólki sem hefur stutt mig og hvatt í hvívetna.

Síðastliðin fjögur ár hafa sannarlega verið viðburðarík og uppskeran er dýrmæt reynsla og þekking.

Með ykkar stuðning mun ég nýta þessa þekkingu og reynslu okkur öllum til heilla.

Enginn þarf að velkjast í vafa um fyrir hvað ég stend:

Að tryggja borgarbúum hlaðborð valkosta á öllum sviðum svo hver og einn geti valið það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best.

Þennan dýrmæta rétt sem valfrelsið er mun ég sækja og verja af öllum mætti.

Það er mér sannur heiður og ánægja að starfa fyrir ykkur á komandi árum, fái ég ykkar stuðning til þess.

Framundan eru sannarlega bjartir tímar og tækifæri sem aldrei fyrr til góðra verka á öllum sviðum.