Fréttir

Baktjaldamakk í ræðustól Alþingis?

By Miðjan

September 17, 2018

Óli Björn Kárason hefur orðað vilja sinn til að ríkið selji Leifsstöð. Birgir Þórarinsson Miðflokki kom að þessu í þingræðu:

„Er verið að leggja grunn að því í bakherbergjum Sjálfstæðisflokksins nú þegar vel gengur í þjóðarbúskapnum að fara að selja ríkiseignir einhverjum sem þeim eru sérstaklega þóknanlegir? Væntanlega. En er það stefna flokksins, ég spyr háttvirttan þingmann, að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Það væri gott að fá það svar hér og nú hvort þegar sé byrjað að leggja grunninn að því. Það væri svo sem alveg eftir Sjálfstæðismönnum að fara að vinna að því svona baka til og leggja svo fram fyrir ríkisstjórnina og ríkisstjórnarsamstarfið þegar nær dregur kosningum. Það væri gott að hv. þingmaður kæmi inn á það mikilvæga mál.“

Óli Björn svaraði: „Hvers konar baktjaldamakk er það þegar við ræðum opinberlega að ég sé fylgjandi því og telji rétt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar? Það er nú meira baktjaldamakkið. Ég er þá í baktjaldamakki ef það telst baktjaldamakk að segja skoðanir sínar í ræðustól.“