- Advertisement -

Bætum kjör og starfsaðstæður í leikskólum

Mikilvægt er að bæta kjör og starfsaðstæður í leikskólum. Miðað við 11. október 2022 er staða mönnunar sú að ennþá er eftir að ráða í 83 grunnstöðugildi í 67 borgarreknum leikskólum, sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir á síðasta fundi borgarráðs.

Í minnisblaðinu kemur fram að það sem af er hausti hefur verið nokkur starfsmannavelta, þ.e. að starfsfólk hafi staldrað stutt við í starfi og að það skýri að hluta til af hverju mönnun hefur í heildina lítið breyst undanfarnar vikur. Miðað við 13. október 2022 er fjöldi lausra plássa 222. Af þessum plássum eru 187 laus vegna mönnunarvanda.

Einar Þorsteinsson, Framsókn og formaður borgarráðs, lagði til síðar á sama fundi:

Lagt er til að borgarráð samþykki að fela afleysingastofu Reykjavíkur að leita til og hvetja leikskólamenntaða kennara sem sinnt hafa öðrum störfum og sömuleiðis þá leikskólakennara sem eru komnir á eftirlaun, leikskólakennaranema, tómstundafræðinga og aðra uppeldismenntaða einstaklinga auk almennra starfsmanna til að skrá sig til tímabundinna starfa við leikskóla borgarinnar. Mikil þekking og reynsla felst í þessum mannauði sem getur nýst vel á meðan verið er að tryggja mönnun leikskólanna til frambúðar. Þar sem afleysingastofan er nú þegar starfrækt og nú þegar eru til staðar ferlar og verklag við að ráða starfsfólk í hin ýmsu tímabundnu störf þá hentar vel að fela henni þetta verkefni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: