Bætifláki Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson hefur borið í bætifláka fyrir sjálfan sig. Á Facebook skrifaði hann:
„Það hefur tekist á í höfðinu á mér af hverju ég var ekki betur undirbúin í umræðuna um bætur almannatrygginga og tillögu minnihlutans í þinginu þegar greidd voru atkvæði um afturvirkar launabætur til ellilífeyris- og öryrkja. Ég vona að þau mistök hendi mig ekki aftur. Ég hef gert mörg mistök í lífinu og hef alltaf geta viðurkennt þau og borið ábyrgð á þeim og geri enn. Eins og umræðan er þá skiptir engu máli hvað sagt er og enn síður að reyna að skreyta hana með tölum, prósentum eða súluritum. Það sem skiptir mestu máli að kjörin þarf að bæta svo allir geti lifað við mannsæmandi aðbúnað. Að því mun ég vinna en það sem er liðið verður ekki breytt, en sjáum til hvað gerist. Verkefnið er því að gera betur í framtíðinni og það mun ég gera að heilum hug.“