Neytendur Hörður Harðarson, formaður svínabænda, segir svínabændur hafa lagt mikla áherslu á hagræðingu í rekstri til að ná niður vöruverði. „Við höfum bent á eitt og annað og hvar séu sóknarfæri til að ná niður verði til neytenda, við höfum ekki síst bent á að fjárfesting í verslun, einkum á Reykjavíkursvæðinu, sé langt umfram þörf. Og að afgreiðslutímki sé langur. Eftir stendur að mikið fjármagn er bundið í verlsunarhúsnæði og ég spyr, hverjir hafa verið að taka til sín þá lækkun sem svínabændur hafa látið frá sér út á markaðinn. Það er ekki við svínabændur að sakast þó verð hafi hækkað á þessu átján mánaða tímabili, eða um rúm fimm prósent,“ sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.
Hann sagði að fram hafi komi að nautahakk hafi hækkað um fimmtán prósent og að nautakjöt hafi á tímabilinu janúar 2013 til júní 2014, um 7,8 prósent og svínakjöt um fimm prósent. Hækkunin á svínakjötinu er í samræmi við upplýsingar frá Hagstofunni. Þegar við berum þetta saman við þær upplýsingar sem við höfum, sést að verð ti bænda hefur, á nákvæmlega sama tíma, hefur það lækkað um 3,34 prósent. Þarna myndast gat sem við höfum ekki fengið skýringar á.
„Hvar liggur ábyrgðin, er hún hjá versluninni, eða í afurðastöðvunum. Þarna þegja menn þunnu hljóði. Við köllum eftir svörum. Staðreyndirnar liggja á borðinu og byggja á upplýsingum frá Hagstofunni. Við viljum svör, því að á sama tíma og bændur lækka verð, hækkar það til neytenda. Þetta er grafalvarlegt mál.“