- Advertisement -

Bændur berjast um hagsmuni

2016-02-16-Buvorusamningar-a-515LANDBÚNAÐUR Hagsjá Landsbankans birtir fréttaskýringu um átökin milli bænda vegna væntanlegs búvörusamnings. Sjónarmið bænda og lánadrottna þeirra eru nokkur og ólík.

Hagsjáin segir: „Viðræður stjórnvalda og bænda um nýja búvörusamninga hafa staðið í nokkurn tíma. Mest hefur verið rætt um mjólkurframleiðsluna en þar eru uppi hugmyndir um að kvótakerfið, sem ríkt hefur í rúm 30 ár, verði afnumið í skrefum.

Miklir hagsmunir eru í húfi. Á síðustu árum hefur kvóti í mjólkuriðnaði gengið kaupum og sölum manna á milli með tilheyrandi kostnaði og veðsetningum. Svo virðist sem stórir framleiðendur í mjólkuriðnaði vilji standa vörð um núverandi kerfi og sama gildir um þá sem keypt hafa mikinn kvóta með skuldsetningu.

Með nýjum búvörusamningum er þannig stefnt að að hætta stýringu í mjólkurframleiðslu fyrir innanlandsmarkað og breyta um leið fyrirkomulagi stuðningsins og hætta að tengja hann eins mikið við framleiðslu og nú er.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Veigamikil rök fyrir því að kvótakerfið í mjólkuriðnaði verði lagt af eru þau að sama verð hefur á síðustu árum fengist fyrir mjólk óháð því hvort hún er framleidd innan styrkjakerfisins eða utan þess. Þannig þjóni kvótakerfið og greiðslumarkið ekki tilgangi sínum lengur og því þurfi að draga úr vægi kvótaeignar í mjólkuriðnaði. Sumir kúabændur vilja ekki eða geta ekki framleitt meiri mjólk, jafnvel þótt þeir eigi kvóta. Aðrir vilja og geta framleitt meira. Eðlilegt skref gæti verið að leyfa þeim sem geta að framleiða meira án þess að það bitni á öðrum. Sumir telja þannig að núverandi fyrirkomulagi í mjólkurframleiðslunni henti ekki lengur og draga verði úr vægi kvótaeignar.

Sú skoðun er líka uppi að það yrði þjóðhagslega óhagkvæmt að leggja af greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu og taka upp greiðslur út á alla framleiðslu. Slíkt gæti leitt til offramleiðslu og verðlækkana sem myndu bitna illa á bændum. Bændur yrðu hvattir til að framleiða meira til þess að ná sem stærstum hlut úr sameiginlegum heildarstyrk sem væri veittur úr á framleiðsluna. Opinberi styrkurinn, beingreiðslan, myndi minnka á hvern lítra með beinum neikvæðum afleiðingum á afkomu framleiðenda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: