Hið ískalda viðmót sem Aldís Hafsteinsdóttir og bæjarstjórarnir fjórir sýna mun að óbreyttu hafa alvarlegar afleiðingar. Við blasir að láglaunafólk sveitarfélaganna óskar einskis annars en að fá sömu laun og félagar þess sem starfa hjá til dæmis Reykjavíkurborg og hjá ríkinu. Meira er það nú ekki.
Framkoma þeirra er ill. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera hálaunuð og að starfa í nafni Sjálfstæðisflokksins. Kannski er það mergur málsins. Nú á jafnvel að beita hinum „harða stálhnefa“. Staðan er of alvarleg fyrir pólitískar tilraunir.
Bæjarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga verða að gera svo vel og bregða fæti fyrir bæjarstjórnar. Strax í dag.
–sme