„Þessu tengt þá hefur mér ekki gengið vel að finna útgjaldaliðina í opnu bókhaldi fyrir rútu, dansnámskeiði, bátaleigu, vínbúðinni, fyrir bikurum, Bónus, Hafberg, Reyni Bakara ofl ofl sem tilheyra ykkur kjörnum fulltrúum.“

Fréttir

Bæjarfulltrúi lifir ekki á 300 þúsundum

By Ritstjórn

October 28, 2020

„Ég viðurkenni alveg að ég þarf á þessari vinnu að halda, ég hef ekkert aðra vinnu og lifi ekki á 300 þúsund kalli sem bæjarfulltrúi. Nú er ég á leiðinni í land og fer líklegast ekki aftur á sjó fyrr en í maí, þannig að þessir haustmánuðir skipta mig máli,“ segir Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Þetta er að finna í Fréttablaðinu í dag.

Hann mætir lítið eða ekkert að bæjarstjórnarfundi heldur rær til sjós. 300 þúsundin er nokkuð vel yfir örorkubótum svo eitthvað sé nefnt.