- Advertisement -

Bæði með og á móti sama málinu

„Í svart­sýniskasti á stjórn­ar­andstaðan erfitt með að skynja þessa góðu stöðu.“

 Óli Björn Kárason gagnrýnis stjórnarandstöðuna, sem hann segir vera í „svartsýniskasti“ í vikulegri grein sinni í Mogganum.

 Þar segir hann á einum stað:

„Sál­ar­ang­ist stjórn­ar­and­stöðunn­ar braust upp á yf­ir­borðið um leið og umræða um breyt­ingu á þings­álykt­un um fjár­mála­stefnu 2018 til 2022 hófst í þingsal í upp­hafi vik­unn­ar. Í yfir átta klukku­stunda umræðum hafði stjórn­ar­andstaðan flest á horn­um sér. Sam­hljóm­ur­inn var hins veg­ar sér­kenni­leg­ur. Jafn­vel í sömu ræðunni voru stjórn­ar­and­stæðing­ar sam­mála um að vöxt­ur rík­is­út­gjalda væri bæði of mik­ill og of lít­ill, nauðsyn­legt væri að hækka skatta en kannski lækka þá einnig. En verst virðist það tæta sál­ar­lífið þeirra að rík­is­stjórn­in skuli, í ljósi breyttr­ar stöðu í efna­hags­mál­um, hafa talið skyn­sam­legt að end­ur­skoða fjár­mála­stefn­una, laga hana að nýj­um veru­leika, auka svig­rúm hins op­in­bera til að létta und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um, ýta und­ir hag­kerfið í stað þess að kreppa að því með fjár­mála­stefnu sem byggð er á göml­um upp­lýs­ing­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
Mynd: Smári McCarty.

Og síðar í greininni segir Óli Björn:

„Heim­ili og fyr­ir­tæki hafa byggt upp sparnað og dregið veru­lega úr skuld­setn­ingu. Þau hafa lag­fært eig­in efna­hags­reikn­inga og eru eins og Seðlabank­inn bend­ir á í Pen­inga­mál­um, mun bet­ur í stakk búin til að tak­ast á við efna­hags­áföll. Í svart­sýniskasti á stjórn­ar­andstaðan erfitt með að skynja þessa góðu stöðu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: