- Advertisement -

Báðir slá met

Gunnar Smári skrifar:

Ef við áætlum að ótalin atkvæði skiptist eins og þau sem talin hafa verið má búast við að Biden fái rúm 82 milljón atkvæða en Trump rúm 76 milljón. Biden væri þá að fá 17 milljón fleiri atkvæði en Hillary 2016 eða um 26% meira. Trump væri að fá tæp 14 milljón fleiri atkvæði 2020 en 2016 (+22%).

Biden er að slá met í atkvæðum í forsetakosningum. Og Trump met í flokki þeirra sem tapa slíkum kosningum.

Í þessum kosningum mættu 31 milljón kjósenda umfram það sem var síðast. Um 55% mættu til að kjósa Biden en 45% Trump.

Þetta voru því kosningar mikillar vakningar, en hún var alls ekki bara á eina hliðina.

(Þessir útreikningar eru með þeim fyrirvara að upplýsingar um talin og ótalin atkvæði séu rétt á þessari síðu, en endanlegur fjöldi atkvæða hefur ekki gefin út í öllum fylkjum.)


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: