- Advertisement -

Axlar ráðherra ábyrgð sína?

Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu skrifar fína grein í Mogga dagsins. Helgu Völu er efst í huga hvað Bjarni Benediktsson hyggst gera vegna nýrra upplýsinga um síðustu söluna í Íslandsbanka. Greinin fer hér á eftir:

Fyr­ir rúmu ári fór fram umræða á Alþingi um söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Þá þegar var komið í ljós að ým­is­legt hafði mis­far­ist, skýr­um lög­bundn­um regl­um hafði ekki verið fylgt og nokk­urt tjón virt­ist hafa orðið á hags­mun­um al­menn­ings við söl­una.

Skipt­ar skoðanir voru meðal þing­manna um það hvort vel eða illa hefði gengið. Stjórn­ar­liðar sögðu eng­in lög hafa verið brot­in, sum­ir sögðust vilja velta við hverj­um steini og aðrir sögðu umræðuna vera dæmi­gert upp­hlaup stjórn­ar­and­stöðunn­ar sem skildi bara ekki snilld­ina á bak við þenn­an fjár­mála­gjörn­ing fjár­málaráðherra. Þá bentu þau á svo­kallaða arms­lengd ráðherr­ans en gerðu minna með lög­bundn­ar skyld­ur hans við sölu á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins.

Helga Vala:

Banka­sýsl­an annaðist fram­kvæmd­ina en ráðherra bar að taka ákv­arðanir um hvert ein­asta skref söl­unn­ar, allt í sam­ræmi við meg­in­regl­ur lag­anna um hlut­lægni, hag­kvæmni og jafn­ræði.

Skýrsla Rík­is­end­ur­skoðunar um fram­kvæmd söl­unn­ar kom svo fram á haust­mánuðum og mátti þar sjá fjöl­marg­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­kvæmd henn­ar. Tók embættið þó fram að það teldi ekki í sín­um verka­hring að skera úr um hvort lög hefðu verið brot­in, slíkt væri dóm­stóla að gera, en ljóst væri að skýr­um regl­um og góðum viðskipta­hátt­um hefði ekki verið fylgt. Upp­hróp­an­ir stjórn­ar­liða hóf­ust um að embætti Rík­is­end­ur­skoðunar hefði staðfest að sal­an hefði verið sam­kvæmt lög­um og var vísað í bjagaða skýr­ingu þeirra sjálfra á of­an­greind­um orðum embætt­is­ins. Aft­ur sögðu ein­staka þing­menn VG að öll­um stein­um skyldi velt við, bara ekki núna.

Nú fyr­ir helgi birt­ist svo til­kynn­ing um að sátt hefði náðst milli Fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabank­ans og Íslands­banka um sekt­ar­greiðslu vegna al­var­lega brota bank­ans sem annaðist hluta fram­kvæmd­ar útboðs á hlut­um Íslands­banka fyr­ir hönd fjár­málaráðherra. Ekki er hægt að líta á fjár­hæðina sem eðli­leg­an fórn­ar­kostnað við svo mik­il­væga sölu enda um að ræða hvorki meira né minna en tæp­lega tólf hundruð millj­óna króna sekt vegna al­var­leika brot­anna.

Bæði for­sæt­is­ráðherra og menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra hafa ít­rekað sagt fjár­málaráðherra hafa axlað ábyrgð á mis­tök­um sín­um vegna söl­unn­ar en laga­leg og póli­tísk ábyrgð fjár­málaráðherra er vand­lega skrifuð í lög um sölu rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Mis­tök­in við söl­una fólust m.a. í að ekki var gætt jafn­ræðis við söl­una, að veitt­ur var mik­ill af­slátt­ur þrátt fyr­ir um­fram­eft­ir­spurn eft­ir hlut­um í bank­an­um á hærra verði og loks því að upp­lýs­inga­gjöf til þing­nefnda og al­menn­ings var ábóta­vant. Banka­sýsl­an annaðist fram­kvæmd­ina en ráðherra bar að taka ákv­arðanir um hvert ein­asta skref söl­unn­ar, allt í sam­ræmi við meg­in­regl­ur lag­anna um hlut­lægni, hag­kvæmni og jafn­ræði. Það gerði hann ekki og á því ber fjár­málaráðherra ábyrgð. Hann ber líka ábyrgð á slök­um vinnu­brögðum und­ir­stofn­un­ar sinn­ar, Banka­sýsl­unn­ar, skv. al­menn­um regl­um stjórn­skip­un­ar­rétt­ar­ins.

Mun hann axla þá ábyrgð?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: