- Advertisement -

Aulagangur forsætisnefndar

Öll forsætisnefnd Alþingis hefur sagt sig frá Klaustursmálinu. Öll nefndin. Hvert og eitt þeirra telur sig vera vanhæf til að svo mikið sem að snerta á Klaustursmálinu. Klaustursdónarnir fagna eflaust vel og innilega.

En hvers vegna?

„Við slíkt mat skipt­ir máli hvernig ein­stak­ir nefnd­ar­menn hafa tjáð sig í op­in­berri umræðu um hátt­erni þeirra þing­manna sem er til at­hug­un­ar. Ljóst er af um­fjöll­un fjöl­miðla að fjöldi þing­manna, þ.m.t. for­sæt­is­nefnd­ar­menn, hafa tjáð sig um málið með ýms­um hætti og lýst viðhorf­um sín­um til fram­göngu nefndra þing­manna. Nefnd­ar­menn í for­sæt­is­nefnd hafa, að fengn­um at­huga­semd­um þeirra þing­manna sem um ræðir, metið hæfi sitt með hliðsjón af þeim ríku kröf­um sem gerðar eru til þeirra sam­kvæmt stjórn­sýslu­lög­um.“

Niðurstaðan er þessi. Forsætisnefnd kjaftaði sig frá málinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Viljandi eða óviljandi?

Ef þau blönduðu sér í málið vitandi um afleiðingarnar er það grafalvarlegt. Þá komu þau sér undan því að taka á máli samþingsfólk síns.

Ef það var óafvitandi um afleiðingarnar er staða nefndarfólksins jafnvel enn verri. Getur verið að heil forsætisnefnd hafi ekki minnsta grun um þær leikreglur sem gilda um nefndina? Ekki vantar fínheitin í nafni nefndarinnar.

Sama hvort þau blönduðu sér í orðræðuna um Klaustursmálið, til að forðast að þurfa að senda þingfélaga sína til siðanefndar, eða hvort þau vissu bara ekkert um hvað þau máttu gera eða ekki er hreinn aulaskapur.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: