- Advertisement -

Auknar álögur á fólkið í landinu hækka

Þorbjörg Siguríður Gunnlaugsdóttir.

Fjármálaráðherra talar um tækifæri í einfaldara ríkiskerfi. Það er hins vegar lítið um þetta í frumvarpinu. Stjórnkerfið varð heldur ekki áberandi einfaldara með fjölgun ráðherra og ráðuneyta í fyrra, en sú breyting mun kosta um 2 milljarða króna á kjörtímabilinu. En hvað um það þótt báknið blási út? Hvað með það þó að útgjöld aukist án þess að þjónusta batni? Hvað um það þótt mikilvægum fjárfestingum í innviðum sé slegið á frest? Hvað með það þó að heimilin séu að sligast undan dýrum lánum?

Þetta er hluti greinar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn skrifar og Fréttablaðið birtir í dag. Þorbjörg kemur víðar við:

Fjárlagafrumvarp er skýrasta yfirlýsing hverrar ríkisstjórnar um hvers konar pólitík hún stundar og um leið yfirlýsing um hvaða loforð skuli efna. Fjárlagapólitík snýst í reynd um einfalda en mikilvæga spurningu: Hvernig virkar Ísland best? Fjárlögin eiga að stefna að því að Ísland virki sem best fyrir fólkið í landinu.

Þorbjörg sendir Bjarna Benediktssyni pillu:

Fjármálaráðherra talar líka um að ríkisfjármálin þurfi að styðja við markmið Seðlabankans um að ná verðbólgunni niður en segir ekki hvernig. Álögur á fólkið í landinu hækka og leiða þannig til hærra verðlags. Þessar álögur vega þungt í því samhengi að Ísland býður fólki í landinu nú þegar eitt hæsta matarverðið, hæstu vextina og dýrustu tryggingarnar. Orðið veiðigjald heyrist ekki þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar tala um fjárlagafrumvarpið en með hækkun áfengisgjalds geta Íslendingar hins vegar fagnað nýju Evrópumeti. Við eigum áfram hæstu áfengisskatta Evrópu sem hækka nú enn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: