Aukinn skjálfti er í Samfylkingunni eftir að Ágústi Ólafi Ágústssyni var hafnað. Heimildir segja að Ágúst Ólafur hafi fallist að færast niður um eitt sæti, úr því fyrsta í annað, á framboðslistanum fyrir næstu kosningar. Samstaða var um að Kristrún Frostadóttir myndi leiða listann.
Uppstillingarnefndin greiddi ekki atkvæði um málið. Heldur var það fært til stjórnar fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík. Þar var samþykkt að standa ekki við gefið vilyrði. Heldur var Ágúst Ólafur settur í þriðja sæti. Sem hann ákvað að þiggja ekki.
Allt virðist þetta mál ætla að verða Samfylkingunni erfitt. Óvíst er hvort sættist takast eða hvað verður.