- Advertisement -

Aukinn ófriður innan Sjálfstæðisflokks

Þar er að finna lykilmenn úr flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu og sömu straumar eru komnir af stað á landsbyggðinni.

„Það er varasamur misskilningur, sem einhverjir í forystusveit Sjálfstæðisflokksins virðast haldnir, að andstaða við Orkupakka 3 hafi gufað upp innan flokksins í kjölfar yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar um það mál fyrir skömmu. Svo er ekki.“

Það er Styrmir Gunnarsson sem skrifar þetta á vefsíðu sína, styrmir.is.

Greinilegt er að mikið gengur á í flokknum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Styrmir: „Þótt ráðherrum kunni að hafa tekizt að þagga niður í efasemdarröddum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins með þeim yfirborðslegu æfingum á það ekki við um grasrótina í Sjálfstæðisflokknum.“

„Starfandi er öflugur hópur fólks úr flestum flokkum, sem hefur sameinast um að berjast gegn þessari ásælni ESB til yfirráða yfir einni af helztu auðlindum Íslands. Þar er að finna lykilmenn úr flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu og sömu straumar eru komnir af stað á landsbyggðinni,“ skrifar ritstjórinn fyrrverandi.

Forráðafólk Sjálfstæðisflokksins segjast hafa hlustað á gagnrýnendur vegna Orkupakka 3.

„Þótt ráðherrum kunni að hafa tekizt að þagga niður í efasemdarröddum innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins með þeim yfirborðslegu æfingum á það ekki við um grasrótina í Sjálfstæðisflokknum.“

Styrmir segir ámóta andstöðu vera innan Framsóknarflokksins.

Jim Ratcliffe á margar jarðir á Íslandi.
Styrmir segir vísbendingar vera um að hópar svokallaðra „erlendra fjárfesta“ séu á ferð til að ásælast þessar auðlindir og að þar sé komin skýring á miklum jarðakaupum slíkra aðila á Íslandi.

„Á sama tíma og stjórnmálastéttin sýnir veiklyndi sitt með því að ætla að nota aðstöðu sína á Alþingi til að hleypa útlendingum inn í yfirráð yfir einni af helztu auðlindum þjóðarinnar, orku fallvatnanna, eru svo vísbendingar um að aðrir hópar svokallaðra „erlendra fjárfesta“ séu á ferð til að ásælast þessar auðlindir og að þar sé komin skýring á miklum jarðakaupum slíkra aðila á Íslandi.“

Andstaðan innan Sjálfstæðisflokksins: Þar er að finna lykilmenn úr flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu og sömu straumar eru komnir af stað á landsbyggðinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: