- Advertisement -

Aukin skjálftavirkni á stjórnarheimilinu

Vinstri græn er afdráttarlaus. Fyrirhugaðar flóttamannabúðir koma ekki til greina. Hvað sem svo verður. Afstaða VG hreyfir við Valhellingum. Jón Gunnarsson bregður fyrir sér betri fætinum og sparkar í áttina að Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Jón sakar Svandísi um að vilja rústa einkarekinni heilbrigðisþjónustu.

Jón lætur sem hann sé móðgaður fyrir hönd einkarekinna heilsugæslustöðva. Hann telur til ágæti stöðvanna og starfsfólksins þar og segir svo í Moggagrein sinni:

„Þrátt fyr­ir þetta und­an­skildi heil­brigðisráðherra þess­ar stöðvar í þakk­lætis­votti vegna Covid síðastliðið sum­ar, sem og Lækna­vakt­ina. Þarna eru aðilar ein­vörðungu skild­ir út und­an vegna rekstr­ar­forms og hugs­an­lega for­dóma ráðherr­ans. Lækna­vakt­in brást við Covid með marg­föld­un á símsvörun og lækn­ar henn­ar fóru í vitj­an­ir til Covid-sjúkra strax í upp­hafi far­ald­urs­ins, þó nokkru áður en Covid-deild kom til. Jafn­framt má nefna að einn lækn­ir Lækna­vakt­ar­inn­ar veikt­ist síðan af Covid eft­ir slík­ar vitj­an­ir og glím­ir enn við eft­ir­stöðvar þess.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jón víkur einnig að rekstrarforminu og segir: „Hæst­virt­ur heil­brigðisráðherra þakkaði for­ystu VG fyr­ir góðan ár­ang­ur í heil­brigðismál­um í ný­legri grein í Morg­un­blaðinu. En lít­um nú aðeins á staðreynd­ir. Á ár­un­um 2014-2016, und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins í heil­brigðisráðuneyt­inu, var fjár­mögn­un­ar- og gæðakerf­um heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins ger­breytt. Komið var á nú­tíma­fjár­mögn­un­ar­kerfi þar sem horft var í þjón­ustuþörf ein­stak­linga, þar sem börn, aldraðir og fjölveik­ir voru sett­ir í for­gang. Jafn­framt var komið á gæða- og aðgengisviðmiðum. Fjár­magn fylgdi síðan hverj­um og ein­um sem hef­ur nú val um hvert viðkom­andi sæk­ir þjón­ustu. Þá voru boðnar út nýj­ar heilsugæslur sem voru opnaðar árið 2017; Heilsu­gæsl­an Höfða og Heilsu­gæsl­an Urðar­hvarfi.“

Mik­il­vægt er að stjórn­sýsla heil­brigðismála sé fag­leg og aðilum sé gert jafn hátt und­ir höfði.

Eft­ir þessa breyt­ingu hef­ur aðgengi að heilsugæslum á höfuðborg­ar­svæðinu stór­batnað. Af­kasta­aukn­ing í viðtöl­um milli ára hef­ur numið allt að 10% og er Heilsu­gæsl­an Höfða orðin stærsta heilsu­gæsl­an á svæðinu með rúm­lega 20 þúsund skjól­stæðinga sem hafa sjálf­ir valið að skrá sig þar. Frá­bær ár­ang­ur á aðeins þrem­ur árum.“

Nú kemur olnbogaskot frá Jóni: „Heil­brigðisráðherra hef­ur ekki svarað til­mæl­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins um úr­bæt­ur varðandi mis­mun­un á rekstr­ar­for­send­um. Þar eru þrjú atriði sér­stak­lega til­tek­in. Land­spít­al­inn hygl­ir op­in­beru heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í rann­sókn­ar­verði sem er tug­um pró­senta und­ir því sem öðrum býðst. Op­in­bera heilsu­gæsl­an slepp­ur við virðis­auka­skatt af aðkeyptri vinnu og fær frí­ar trygg­ing­ar fyr­ir starfs­fólk sitt. Þetta taldi Sam­keppnis­eft­ir­litið ekki í lagi, en ráðherr­ann ger­ir ekk­ert til að leiðrétta.“

Í lok greinarinnar segir Jón Gunnarsson: „Að lok­um má benda á að rekst­ur­inn hjá þess­um fjór­um sjálf­stæðu heilsugæslum og Lækna­vakt­inni var í járn­um eða með tapi á liðnu ári. Er það kannski vilji ráðherra að þessi starf­semi hverfi af sjón­ar­sviðinu? Það væri sorg­legt ef horft er til ár­ang­urs þess­ara aðila. Mik­il­vægt er að stjórn­sýsla heil­brigðismála sé fag­leg og aðilum sé gert jafn hátt und­ir höfði. Að for­dóm­ar og hreppapóli­tík séu tek­in út úr heil­brigðispóli­tík. Skatt­fé er tak­markað og mik­il­vægt að auk­in sé skil­virkni í kerf­inu þannig að þeir sem þurfa á þjón­ustu á að halda fái sem besta þjón­ustu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: