Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í Morgunþætti Miðjunnar, hættu vera á að meira yrði um brottfall í yngri árgöngum framhaldsskólanna vegna ástandsins sem er vegna Covid19.
Ragnar sagði kennara ekki ná sambandi við of marga nemendur og óttast er að þeir skili sér ekki aftur þegar kennsla hefst á ný.
Hvað varðar grunnskóla og leikskóla væri staðan allt önnur og betri. Ragnar Þór sagði að óvíða væri jafn mikið skólastarf og hér á landi meðan hörmungarnar ganga yfir.
Hér má hlusta á þáttinn. Auk Ragnars er viðtal við Viðar Eggertsson um réttindabaráttu eldri borgara.