- Advertisement -

Auglýstu landið fyrir hundruð milljóna og lokuðu því síðan á einni nóttu

Vandi okkar er sá að við erum með ríkisstjórn sem veit ekki hvert hún er að fara.

„Hvers konar vinnubrögð eru það að segjast búast við að veiran blossi upp aftur en hafa svo engar áætlanir um viðbrögð? Hvers konar vinnubrögð eru það hjá ríkisstjórninni að setja hundruð milljóna í að auglýsa landið en loka því svo á einni nóttu? Hvað á það að þýða að eyðileggja orðspor landsins með stefnulausum ákvörðunum líkt og ríkisstjórnin viðhefur?“

Þannig talaði Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður og varaformaður Miðflokksins, á Alþingi.

„Mánuðum saman hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar hamrað á því að við séum ekki sloppin, veiran muni sennilega blossa upp aftur. Við þurfum að gæta okkar og vera viðbúin annarri bylgju,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna ættu fyrirtæki í ferðaþjónustu að reyna að selja ferðir til Íslands þegar óvissan í boði ríkisstjórnarinnar er alger?“

„Milljarðar hafa runnið úr ríkissjóði vegna faraldursins, m.a. í að auglýsa landið, plástra vinnumarkaðinn, greiða bætur, öskra í kassa, algerlega stefnulaust, algerlega áætlunarlaust og algerlega án framtíðarsýnar. Og að sjálfsögðu án alls samráðs við aðra stjórnmálaflokka.“

Síðan spurði Gunnar Bragi, eflaust viss um að fá ekki svar: „Hefur ríkisstjórnin metið hvað það mun kosta okkur að missa trúverðugleika ferðaþjónustuaðila erlendis? Hvers vegna ættu fyrirtæki í ferðaþjónustu að reyna að selja ferðir til Íslands þegar óvissan í boði ríkisstjórnarinnar er alger?“

„Aðilar í ferðaþjónustu kvarta eðlilega yfir óvissunni en hafa fyrir vikið orðið fyrir ósanngjarnri gagnrýni vegna þess eins að kalla eftir fyrirsjáanleika fyrir starfsfólk sitt og starfsemi sína,“ bætti hann við.

Gunnar Bragi er ómyrkur í máli þegar kemur að ríkisstjórninni:

„Vandi okkar er sá að við erum með ríkisstjórn sem veit ekki hvert hún er að fara hvað varðar viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum frekar en flestum öðrum málum. Langtímastefnan er ekki til. Ef ríkisstjórnin vissi að veiran kæmi aftur og fyndist líklega hérlendis, hvers vegna voru engar áætlanir til? Hvers vegna voru engar áætlanir til, hæstvirtur forsætisráðherra? Hvernig eiga íslensk heimili og fyrirtæki að lifa af þegar ríkisstjórnin býr til óvissu í stað þess að reyna að eyða henni?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: