- Advertisement -

Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn

Ole Anton Bieltvedt:

Þarna er fyrir undirrituðum komin upp mikið og yfirkeyrt óréttlæti, valdníðsla, sem einkennist í mínum huga af grimmd og miskunnarleysi, gagnvart saklausu og varnarlausu fólki. Hrikaleg og margföld hefnd.

Auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn er ævagamalt réttlætis- og refsihugtak. Það kemur fyrir í öllum helztu trúarbrögðum heims. Margir halda, að hugtakið gangi út á hefnd, og kannske á sú hugsun rétt á sér, en megin merkingin er, að gjalda skuli fyrir skuld eða glæp í sama umfangi, í sama mæli, og glæpur var framinn í. Jafna sakir. Þetta er því sanngirnis- og réttlætishugtak.

Það, sem er að gerast fyrir botni Miðjarðarhafs þessa daga, samræmist engan veginn hinni ævafornu réttlætisreglu um auga-fyrir-auga-og-tönn- fyrir-tönn. Refsing Ísraelsríkis fyrir þann glæp, sem Hamas-liðar frömdu gegn þeim 7. október sl., samræmist miklu fremur augu-fyrir-auga-og-tennur-fyrir-tönn, og það í margföldum mæli.

Þarna er fyrir undirrituðum komin upp mikið og yfirkeyrt óréttlæti, valdníðsla, sem einkennist í mínum huga af grimmd og miskunnarleysi, gagnvart saklausu og varnarlausu fólki. Hrikaleg og margföld hefnd.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta hef ég tjáð í greinum. Það er skoðun mín og afstaða, að Ísraelsher, með forsætisráðhera Ísraelsríkis, Benjamín Netanjahú, í broddi fylkingar, sé með gagnárás sinni á Palestínmenn á Gaza, þeirri hrikalegu dráps- og eyðileggingarherferð, sem hann stendur þar að, að fremja stríðsglæp og glæp-gegn-mannkyningu, eftir því, sem ég skil þau hugtök. Hvað gæti þetta verið annað?

Fyrir þessa skoðun, sem byggist á málefnalegu og rökstuddu mati, staðreyndum, verða sumir fljótir til að halda því fram, að ég sé haldinn Gyðinga-andúð eða Gyðinga-hatri.

Þetta er ekki andúð á Gyðingum, sem þjóð, heldur er þetta „andúð“ og „hatur“, ef menn vilja nota það orð – „reiði“ gæti líka átt við, jafnvel betur – á þeirri grimmd og því miskunarleysi, sem stjórn Benjamíns Netanjahú og Ísraelsher beitir saklausa og varnarlausa Palestínumenn.

…heldur hefur tekizt að fella marga hinna um 20.000 Hamas-liða…

Það vekur athygli, að ekki hefur tekizt að frelsa einn einasta þeirra um 240 gísla, sem eru í höndum Hamas, með öllu þessu gjöreyðingarstríði, né heldur hefur tekizt að fella marga hinna um 20.000 Hamas-liða, sem einir bera ábyrgð á hryllilegri aðför þeirra að Ísraelum 7. október.

Fyrir nokkru var í fréttum talað um, að felldir hefðu verið 130 Hamas-liðar. Skv. þeim alþjóðlega fréttaflutningi, sem í gangi hefur verið, og hefur Ísraelsher þar ekki dregið úr, nema síður væri, má ætla, að ekki hafi tekizt að fella meira en nokkur hundruð Hamas-liða. Auðvitað eru það mörg mannslíf, en ætlaði Netanjahú og Ísraelsher ekki að drepa alla Hamas-liðana, „eyða þeim af yfirborði jarðar“!?

Það er heldur ekki nema von, að erfiðlega gangi hjá Ísraelsher, því Hamas-liðar búa yfir um 400 km af neðanjarðargöngum og -birgjum, undir Gaza, sem Ísraelsher þekkir lítið og treystir sér lítið í.

Gjöreyðing yfirborðsins, Gaza-borgar, virðist því helzt vera útrás fyrir hefnd og hatur, víðsfjarri auga-fyrir-auga-og-tönn-fyrir-tönn réttlætisreglunni.

Í þessu sambandi er það sérstaklega lúalegt, hvernig Ísraelsher hefur reynt að ljúga því að fólki – og margir fréttamenn hafa því miður gengið í gildruna og spilað með -, að þeir hafi þurft að ráðast á aðal sjúkrahúsið í Gaza, Al-Shifa-Hospital, sem þá þegar voru orðið mikið rafmagnslaust, vatnslaust, lyfjalaust og matarlaus, til að komast þar í stjórnstöð Hams, sem átti að vera undir sjúkrahúsinu, en var þar auðvitað ekki.

Hamas-liðar voru búnir að koma sér fyrir, með sínar stjórnstöðvar og gísla, á öruggum stöðum fyrir árásum Ísraelshers, í sínum neðanjarðarbirgjum, víðs fjarri.

Í kjallara undir Al-Shifa-Hospital fundust handvopn nokkurra, 5-10, Hamas-liða og svo 10 metrum í burtu, inngangur í neðanjarðargöng, sem Ísraelsher mældi svo 55 metra langan. Lengra komust þeir ekki inn í þessi göng.

Þetta tvennt átti að sanna, að þarna hefði verið stjórnstöð Hamas, þessvegna hefði þurft að ráðst á spítalann og setja hann í herkví. Þetta fannst ýmsum fréttamönnum, en þeir hafa flestir aðsetur í Ísrael, búa jafnvel þar, flott útskýring á ómannúðlegri og miskunnarlausri aðför að sjúkum og þjáðum, sumum þá þegar við dauðans dyr.

Staðreyndin er trúlega sú, að í kjallara var komið fyrir handvopnum særðra Hamas-liða, sem komið var með á spítalann til lækninga og meðferðar, og göngin 55 metra forgangur inn í 400 km neðanjarðargöng Hamas og stjórnstöðva þar, langt innar og í góðu skjóli. Hér er ekki aðeins í gangi stríð, þar sem annar aðilinn er eitt öflugasta herveldi heims, með landher, stórskotalið, flugher og flota, en hinn aðilinn er rétt léttvopnaður hópur skæruliða, heldur er í gangi áróðursstríð, þar sem Netanjahú og Ísraelsher hafa öll undirtök; stjórna sannleikanum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: