- Advertisement -

Auðvaldsflokkar vilja auka völd auðvaldsins

Gunnar Smári skrifar:

Eðlilegar áherslur. Það er engin ástæða til að láta sem auðvaldsflokkarnir hafi sömu markmið og alþýðuflokkarnir, að aðeins sé deilt um leiðir. Það er bara alls ekki svo (þ.e. ef alþýðuflokkarnir hafa ekki tekið upp kröfur auðvaldsins og aflagt óskalista alþýðufólks um bætt lífskjör, meira öryggi og aukin völd). Auðvaldsflokkar vilja auka völd auðvaldsins, færa eigur almennings undir það og bæta hag hinna fáu. Alþýðuflokkar vilja auka völd hinna mörgu, aðlaga samfélagið að þörfum fjöldans og endurheimta eignir almennings. Og til þess er bara ein leið fær: Að skerða völd hinna fáu, skera niður auð þeirra og taka af þeim þær eignir almennings sem þeir hafa sölsað undir sig. Um þetta eru stjórnmál dagsins. Þau sem ekki viðurkenna þessa vígstöðu eru í raun að berjast fyrir óbreyttu ástandi, áframhaldandi valda- og arðráni hinna fáu og fjöldanum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: