Auðvaldið okrar hvergi meir en hér
Gunnar Smári skrifar:
Það er ekki dýrt á Íslandi fyrir tilviljun. Það er vegna þess að hér eru völd auðvaldsins meiri en annars staðar, einokun og fákeppni með blygðunarlausu verðsamráði viðtekin regla, eftirlit hins opinbera ekkert eða þá í skötulíki og almenningur óvarinn fyrir skipulögðu okri, sem allt eins mætti kalla skipulagðan þjófnað. En fjölmiðlarnir ræða aldrei orsök þessa ömurlega ástand, færa fréttir af glæpum auðvaldsins eins og væru þeir af náttúrvöldum eða vilji guðs. Og stjórnvöld, sem sækja atkvæði til almennings en þjóna ætíð auðvaldinu, gera ekkert neitt; hreyfa sig ekki þegar stærstu fyrirtækin reka sogrör niður í mænuna á almenningi og sjúga úr honum lífskraftinn. Það sem stjórnvöld gera er að brjóta niður velferðarþjónustuna og færa hana undir auðvaldið, svo að heilbrigðisþjónusta, menning og tómstundir og skólaganga er orðin dýrari hér en annars staðar. Rétt fyrirsögn væri:
Auðvaldið okrar hvergi jafn svívirðilega og hér.