- Advertisement -

Auðvaldið mun ganga á lagið

Þórarinn Hjartarson skrifar fína grein á heimasíðu Ögmundar Jónassonar. Þar segir til að mynda:

“Það var snemma ljóst í Icelandair-deilunni að sum stéttarfélög flugstéttanna fylgja boðorðum stéttasamvinnustefnu, láta undan kröfum Icelandair um grófar skerðingar, jafnvel til langs tíma. Það má örugglega halda því fram að þessi félög hafi tekið sjokkmeðferðinni vel! Flugfreyjur hafa hins vegar ekki beygt sig undir okið, hafa hafnað tilboðum Icelandair og standa þétt saman. Með hverjum nýjum sveigjanleika- samningi annarra flugstétta við Icelandair eykst pressan á flugfreyjur. Og ef svo færi sjokkmeðferðin dygði til að brjóta aftur flugfreyjur mun auðvaldið sannarlega ganga á lagið.”

“Andspænis stórfyrirtækjunum standa samtök launafólks í vestri og austri – sem berjast við atvinnuleysi og reyna að toga starfsemina til sín eða halda henni. Við þau skilyrði þurfa verkalýðshreyfingar ólíkra svæða undirbjóða hver aðra.”

“Ísland þarf flugfélög og flugrekstur. Það tilheyrir innviðum samfélagsins. En fyrsta spurningin er: Á íslenska ríkið að moka mörgum milljörðum í rekstur Icelandair á óbreyttum grundvelli, án þess að ráða neinu um rekstrarstefnuna og án þess að breyta því láni í eign? Þessari spurningu fylgja síðan aðrar: Þarf Ísland að keppa um Norður-Atlantshafsmarkaðinn? Þarf yfir höfuð að reka innviði – eins og flug – á markaðsgrundvelli? Gera sig gildandi á alþjóðlegum áhættumarkaði? Eins og Icelandair, eða WOW-air?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mæli með lestri allrar greinarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: