- Advertisement -

Auðvaldið erhöfuðandstæðingur almennings

Gunnar Smári skrifar um nýja bók Hauks Arnþórssonar:

Það er margt áhugavert í bók Hauks Arnþórssonar Um Alþingi. Eitt er greining hans á þingmönnum eftir stétt og stöðu. Þar kemur fram að 63% þingmanna á 27 ára tímabili sem Haukur skoðar tilheyra elítu samfélagsins, elítu sem er aðeins um 8% fjöldans. 8% íbúanna á því 63% fulltrúanna á Alþingi á meðan 92% fjöldans á aðeins 37% fulltrúanna. En er þetta ekki bara alvanalegt um allan heim? Er ekki eðlilegt að fólk kjósi elítuna yfir sig? Nei, svo er ekki samkvæmt bók Hauks. Ísland sker sig frá öðrum Norðurlöndum hvað þetta varðar, hér er áhrif elítunnar á þingi (og þar með einangrun þingsins frá lífi almennings) langt umfram það sem þekkist á Norðurlöndunum. Íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning er elítusport.

Auðvitað er auðvaldið höfuðandstæðingur almennings. En til að komast að auðvaldinu þarf almenningur að ýta elítunni til hliðar. Það er óhjákvæmilegt. Stjórnmál sem eru undirlögð forréttindafólki geta aldrei orðið vettvangur fyrir frelsisbaráttu almennings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: