- Advertisement -

Auðræðið drepur

Er ekki kominn tími til að vakna upp af siðrofinu?

Gunnar Smári skrifar:

Hér er hægt að horfa á þáttinn.

Þessi mynd er komin á Netflix, að hluta til fjallar hún um siðrof undir alræði auðvaldsins, hvernig lyfjafyrirtæki breytir læknum í dópsala og hvernig ágirnd þeirra veldur ópíumfaraldri sem hefur drepið hundruð þúsunda, mest ungt fólk í blóma lífsins. Við Íslendingar vitum allt um þetta, það rennur álíka mikið af ópíóðalyfjum út úr íslenska heilbrigðiskerfinu og því bandaríska, margfalt á við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar í Evrópu þar sem heilbrigðiskerfið er þróaðra, ekki sama vilta vestrið af eftirlitslausum einkastofum. Það er önnur tenging við Íslands, ópíóðalyf voru helsti drifkraftur íslenska lyfjafyrirtækisins Actavis á uppgangstíma þess. Actavis varð næst stærsti framleiðandi ópíóðalyfja í Bandaríkjunum, á eftir Purdue Pharma, sem nú sætir lögsókn í 23 fylkjum Bandaríkjanna.

…að framkvæma verknað sem sá vissi að var skaðlegur, lífshættulegur, en lét sig hafa það vegna þess að hann gat grætt á því?

Þetta er áhugaverðir þættir sem sjálfsagt er að mæla með. En spurning mín er eiginlega: Ef Bandaríkjamenn hafa hafið sakarannsókn á ópíóðafaraldrinum hjá sér, sem er hlutfallslega álíka stór og sá faraldur sem drepið hefur fjölda íslenskra ungmenna; hvers vegna tökum við ekki á málum með sama hætti? Ef þessi lyf runnu út í Bandaríkjunum í gegnum skipulagða keðju þar sem tiltölulega fáir læknar skrifuðu upp á megin þorrann af þeim lyfjum sem drápu; ættum við að trúa að hlutfallslega álíka mikið magn streymdi í gegnum okkar kerfi án þess að nokkur væri að framkvæma verknað sem sá vissi að var skaðlegur, lífshættulegur, en lét sig hafa það vegna þess að hann gat grætt á því?

Við þekkjum af handahófskenndum rannsóknum íslenskir læknar innan einkarekna hluta heilbrigðiskerfisins, sem haldið hefur verið utan eftirlits af kröfu stjórnmálafólks, sem haldið er blindri trú á gróði og ágirnd sé ætíð besta leiðarljós mannsins og muni ávallt byggja upp bestu kerfin; við vitum að innan þessa kerfis hafa íslenskir læknar fjarlægt hálskirtla úr börnum margfalt ofar en gert er í nokkru landi, ekki vegna þess að íslensk börn séu með vonda hálskirtla heldur vegna þess að læknarnir geta grætt á því. Og uppáskrift lækna á lyf sem ekki eru notuð vegna veikinda heldur fíkna eru af sama toga, íslenskir læknar skrifa upp á þessi lyf í miklu meira magni en læknar í þeim löndum sem starfa innan eðlilegs heilbrigðiskerfis, vegna þess að þeir geta grætt á því.

Hvers vegna er þetta ekki rannsakað? Er það vegna þess að líf ungmennanna sem verða háð lyfjunum sem læknarnir skrifa upp á til að efnast enn meira, er líf þeirra einskis virði samanborið við félagslega stöðu læknanna? Er ekki kominn tími til að vakna upp af siðrofinu?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: