- Advertisement -

Auðlindin: Meira en klikkuð þjóð

Gunnar Smári skrifar:

Fyrir kvótakerfið fór auðlindarentan í að byggja uppsjávarþorp hringinn í kringum landið; höfn, frystihús, skóla, kirkju, kaupfélag og tilheyrandi. Fyrir útfærslu landhelginnar fór hluti af auðlindarentunni í að byggja upp atvinnu í Grimsby og Hull og þar áður byggðir á Bretagneskaga á Frakklandi og Baskalönd á Spáni.

Í dag fer auðlindarentanna fyrst og fremst í að byggja upp auð örfárra einstaklinga, sem kaupa sér stjórnmálafólk, heilu stjórnmálaflokkana, til að verja auð sinn. Íslendingar háðu þrjú landhelgisstríð svo Þorsteinn Már og aðrir kvótagreifar gætu orðið ógeðslega ríkir; lagt niður atvinnu í sjávarbyggðum, þegar þeir telja sig geta grætt á því og flutt auðlindarentuna til útlanda, ýmist til að fela peningana eða kaupa upp sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim. Svolítið klikkuð þjóð, kannski meira en svolítið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: