Greinar

Auðhyggjan hefur heltekið Íslendinga

By Ritstjórn

July 24, 2020

Ingi Bæringsson skrifar: Í tilefni af baráttunni um samfélagið sem á sér stað núna.

Auðhyggja er hugarfar sem hefur heltekið Íslendinga og íslenskt samfélag. Það lýsir sér þannig að engin verðmæti eru ofar peningalegu mati. Mannúð er horfin, það skiptir ekki máli hvað fólk er veikt eða á erfitt, við höfum ekki efni á sjúkrahúsum, sálfræðingum, hjúkrunarheimilum og aðstoð við sveltandi börn og eldra fólk. Náttúran skiptir litlu máli nema sem tekjulind. Fólk velur sér nám eftir því hvað það fær útborgað þegar það útskrifast, ekki til þess að víkka sjóndeildarhringinn og verða skapandi einstaklingar. Hugsjónir eru horfnar og í staðinn komið exelskjal.

Á meðan berja smáfeitir þingmenn og hannesar sér á brjóst og segja, sjáiði mig ég er ekki einsog hinir, ég vil öllum vel. Þeir gera sér ekki grein fyrir að þeir eru bara hamstur í hjóli auðhyggjunnar, og verða dæmdir af verkum sínum, ekki orðum.