- Advertisement -

Atvinnutryggingagjaldið er 1,35 prósent

Vinnumarkaður „Krafa atvinnurekenda er að tryggingagjaldið verði lækkað aftur til fyrra horfs þar sem atvinnuleysi hefur minnkað mikið.  Tryggingagjaldið er nú 7,49% og leggst á allar launagreiðslur í landinu. Það skiptist í almennt tryggingagjald, 6,04% og atvinnutryggingagjald sem er 1,35%.“

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir einnig að lækkun atvinnutryggingargjalds virðist vera ein forsenda Salek-samkomulagsins sem náðist á vinnumarkaðnum í lok október. Lækkun gjaldsins er mikilvæg mótvægisaðgerð til að draga úr líkunum á því að verðbólga aukist verulega samhliða þeim miklu launabreytingum sem framundan eru.“

„Atvinnutryggingargjaldið rennur til greiðslu atvinnuleysisbóta, reksturs Vinnumálastofnunar og vinnumarkaðsúrræða. Aðilar vinnumarkaðarins benda á lækkun tryggingagjalds sem skilvirkustu leiðina til að vinna á móti mikilli kostnaðaraukningu vegna hækkana launa. Framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar hefur hins vegar varað við lækkun gjaldsins og telur að slíkt muni hægja á eiginfjáraukningu Atvinnuleysistryggingasjóðs sem geti haft slæmar afleiðingar ef staða efnahagsmála versnar á Íslandi.“

Sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: