„Ekki er ólíklegt að spá Viðskiptablaðsins eigi við rök að styðjast og að við núverandi aðstæður séu atvinnurekendur reiðubúnir að ganga lengra en venja er,“ segir leiðara Moggans í dag. Rætur Moggans eru í húsi atvinnurekenda í Borgartúni 35, og því ber að taka því sem réttu þegar Mogginn tjáir sig um hugarfar þess fólks sem starfar í Borgartúni 35.
Það er verið að boða átakavetur bakki launafólk ekki og gefi eftir hluta launa sinna. Það er hreint klárt.
„Verkalýðshreyfingin hér á landi hefur tekið því sem fjarstæðu að endurskoða kjarasamninga til lækkunar í ljósi áhrifa kórónuveirufaraldursins. Í þeirri afstöðu felst vitaskuld ekki mikið raunsæi og hún er ekki til þess fallin að verja störf félagsmannanna,“ segir í Mogganum. Nokkurskonar Borgartúnspósti.
„Vitaskuld vill þó enginn þeirra átök og sýni verkalýðshreyfingin þann sjálfsagða samningsvilja að fallast á að taka tillit til þess sem ítrekað hefur verið kallað „fordæmalausar aðstæður“ þá ætti að vera hægt að semja um endurskoðun samninga í þágu hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og hærra atvinnustigs,“ segir í þessi sama leiðara.
Við stefnum í harðan og langan kosningavetur og Mogginn, sem á rætur í Borgartúninu sem fyrr segir, boðar fyrir hönd sinna umbjóðenda, harðan vetur milli launafólks og Borgartúns 35.