- Advertisement -

ATVINNUREKENDUR OG STJÓRN GEGN KJARABÓTUM VERKAFÓLKS

Á samningafundum hjá ríkissáttasemjara er aðeins drukkið kaffi og rætt um veikindadaga og önnur réttindamál en ekkert er minnst á launaliðinn eða lækkun skatta á lágtekjum.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Hvernig stendur á því að ekkert gerist í kjaradeilu atvinnurekenda og verkafólks? Hvernig stendur á því, að atvinnurkendur bjóða enga launahækkun enda þótt kominn sé tæpur mánuður frá því að samningar runnu út; launþegar eru samningslausir og engin trygging fyrir því að þeir fái þá hækkun afturvirkt sem samð verður um.

Á samningafundum hjá ríkissáttasemjara er aðeins drukkið kaffi og rætt um veikindadaga og önnur réttindamál en ekkert er minnst á launaliðinn eða lækkun skatta á lágtekjum.

Hver er ástæðan? Svarið er þetta: Það er verið að bíða eftir því að stjórnin láti einhverja brauðmola falla til verkafólks og BB lækki tekjuskatt á svo lágum tekjum, að það sé nær enginn skattur lagður á þær. Áður er stjórn KJ búin að hækka persónuafsláttinn um 500 kr. umfram lögbundna hækkun. Ef eitthvað kemur til viðbótar frá BB verður það álíka hungurlús.

Það er löngu orðið ljóst, að SA og stjórnin eru sammála um að halda launum verkafólks niðri, að fá vinnuaflið áfram á útsölu!

Framkvæmdastjóri SA hefur farið með sömu setninguna í tæpt ár í hverju viðtali sem hann hefur mætt í: Það er ekki svigrúm fyrir meiri launahækkun en 1-2%. Stjórnin étur þetta upp eftir honum. En verkalýðshreyfingin ætlar að standa fast á því, að laun dugi til mannsæmandi lífs og forseti ASÍ styður þá kröfu.
Aldraðir og öryrkjar! Munum, að ef yfirstéttinni tekst að halda lágmarkslaunum niðri verður lífeyri aldraðra og öryrkja einnig haldið niðri. Þetta eru því sameiginlegir hagsmunir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: