Fréttir

Atvinnumaður og áhrifavaldur eignast saman sitt annað barn

By Ritstjórn

June 12, 2022

Hörður Björg­vin Magnús­son lands­liðs­- og atvinnumaður í knattspyrnu, og sambýliskonan hans, Mó­eiður Lárus­dóttir á­hrifa­valdur og bloggari, eignuðust stúlku.

Það var Mó­eiður sem greindi frá gleðitíðindunum á Insta­gram og lét fylgja með mynd af ný­fæddu stúlkubarninu.

Hörður Björgvin og Móeiður eiga fyrir dóttur sem kom í heiminn fyrir tveimur árum, Mattea Móa heitir hún.

Það verður því í nógu að snúast fyrir parið á næstunni; tvö lítil börn og mikið að gera á öllum vígstöðvum; en þannig á það einmitt að vera.

Miðjan sendir að sjálfsögðu þeim Mó­eiði og Herði sínar allra bestu kveðjur.