- Advertisement -

Atvinnulífið hefur farið ránshendi um lífeyrissjóði landsmanna árum saman

En aðför SA er áhugaverð í ljósi þess að þeir nefna ekki Alþýðusambandið í þessari vegferð sem kom með sambærilegar yfirlýsingar og við.

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar:

Atlaga SA gegn mér og stjórn VR, þar sem þau krefja fjármálaeftirlitið um aðgerðir, fyrir að hafa skoðun á því hvernig lífeyri okkar er ráðstafað er að mörgu leiti athyglisverð.

Tjáningarfrelsið er stjórnarskrárvarinn réttur okkar og annara borgara þessa lands og áskilur stjórn VR sér að geta haft hvaða skoðun á hvaða málum sem er, jafnvel þó þær skoðanir falli ekki í kramið hjá Samtökum atvinnulífsins eða Fjármálaeftirlitsins.

…fletta ofan af viðbjóðslegri spillingu…

En aðför SA er áhugaverð í ljósi þess að þeir nefna ekki Alþýðusambandið í þessari vegferð sem kom með sambærilegar yfirlýsingar og við.

Af hverju ætli það sé?

Getur verið að SA sé að afvegaleiða umræðuna frá þeim spillingarmálum sem ég hef bent á síðustu daga þar sem helstu persónur og leikendur eru þeir sjálfir?

Eitt er víst að fjölmörgum spurningum er ósvarað varðandi viðskiptin með Lindarvatn ehf. þar virðist sem alvarleg umboðssvik hafi verið framin í viðskiptum með almenningshlutafélagið Icelandair við Lindarvatn ehf. og hvaða skýringar eru á því hvert 685 milljónirnar fóru sem frúin í Hamborg gaf SUS plebbunum í snúningnum. Og hvort það sé rétt ályktað að Icelandair undir stjórn núverandi og fyrrverandi stjórnenda Icelandair og SA hafi tapað rúma 1,8 milljarða á viðskiptunum?

Atvinnulífið hefur farið ránshendi um lífeyrissjóði landsmanna árum og áratugum saman í skjóli eftirlitsleysis, meðvirkni verkalýðshreyfingarinnar og ítaka SA í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Nú þegar gerðar eru tilraunir til að fletta ofan af viðbjóðslegri spillingu sem ríkir í okkar samfélagi stíga þessir snillingar fram og segja að trúverðugleiki Fjármálaeftirlitsins sé undir í málinu.

Fyrir það fyrsta þarftu að hafa trúverðugleika til að geta tapað honum.

Og trúið mér að það er af nægu að taka í þessum efnum.

Þegar ég tók við sem formaður VR hafði ég skrifað mikið um spillinguna innan lífeyrissjóðakerfisins og átt fjölda funda með eftirlitsaðilum vegna fjölmargra mála þar sem alvarlegar brotalamir blöstu við.

Eitt af stóru vandamálunum er meðvirknin og aðgerðarleysi eftirlitsaðila og stjórna lífeyrissjóða í að taka á slíkum málum sem iðulega eru þögguð í kaf því þau eru svo óþægileg eða stjórnarmenn SA innan lífeyrissjóðanna beita neitunarvaldi eða framtaksleysi í að þau verði skoðuð frekar eða kærð.

Og trúið mér að það er af nægu að taka í þessum efnum.

Hvað hafa lífeyrissjóðirnir farið í mörg skaðabótamál eða leitað réttar síns síðustu ár, við tökum bankahrunið með?

Þegar ég fór í formannsstólinn hafði ég ákveðnar hugmyndir um spillinguna í íslensku samfélagi sem ég vissi að væri mikil.

En það sem ég hef orðið vitni að í starfi mínu þessi ár er svo yfirgengilegt að erfitt er að lýsa með orðum.

Ég skora á Halldór Benjamín Þorbergsson…

Þetta er svo miklu verra heldur en mér hafði nokkurn tíma grunað og það sem verra er að ný kynslóð eins og sú sem kemur fram undir forystu SA hræðir mig mjög en þar er hugarfar ráðandi afla sem ég hef ekki áður séð.

Ég vil nota tækifærið og skora á Fjármálaeftirlitið og Héraðssaksóknara að taka til skoðunar viðskipti Icelandair og Lindarvatns ehf. Einnig að kanna hvort stjórnir félaganna og þá mögulega stjórnir lífeyrissjóða hafi framið umboðssvik með aðgerðarleysi sínu.

Ég skora á Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra SA að setjast niður með mér og gera samkomulag um að hvorki SA né verkalýðshreyfingin kjósi stjórnir sjóðanna heldur verði það gert af sjóðfélögum sjálfum.

Ég mun svo halda áfram þar sem frá var horfið og fjalla um fleiri mál sem tengjast þessum snillingum en þá mun ég senda frá mér uppskriftina af því hvernig sjallarnir græða 850 milljónir, og grilla á kvöldin, með því að selja almenningshlutafélaginu Festi, sem er í eigu lífeyrissjóðanna, 3 ára fyrirtæki, sem framleiðir ekki neitt, á 30 faldri ebitda en þar koma við sögu m.a. Magnús Júlíusson fyrrum formaður sambands ungra sjálfstæðismanna og fleiri góðir gestir.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: