- Advertisement -

Átti að hætta stuðningi við ríkisstjórnina

Þráinn Bertelsson, fyrrverandi alþingismaður, var gestur þáttar Sigurlaugar Jónasdóttur á Rás eitt í morgun, þar sem hann sagði að sá þau ár sem hann var á Alþingi væri glataður tími. Hann sagðist hafa verið fullur bjartsýni þegar hann settist á þing, um að á sig yrði hlustað.

Hann sagðist hafa rekið sig á þá staðreynd að í pólitík er aðeins hlustað á þá sem hafa völd. „Ég hafði engin völd,“ sagði Þráin.

Hann sagði að hann hafi fengið gerviathygli og þá aðeins þegar þörf var á atkvæðinu hans.

Þráinn sagðist hafa lent í félagshyggjudeildinni. „Þar sem átökin eru mest.“ Og sagði það hlustkipti bæði vanþakklátt og leiðinlegt.

Sigurlaug spurði hann hvort hann hafi verið reiður þingmaður. Þráinn sagðist ekki vita hvort svo hafi verið. Hann sagðist hafa, á langri leið, séð ýmislegt í mannlegri hegðun. „Mér blöskraqði oft stjórnarandstaðan hjá þeim ungu mönnum sem nú leiða ríkisstjórn,“ sagði Þráinn. Þráni virtist sem þeir tækju vip skiounum frá Davíð Oddssyni, sem hafi sagt að stjórnarandstaðai eigi alltaf að vera á móti málum andstæðinganna, að eyðileggja beri öll mál. Hann sagði að á síðasta kjörtímabili hafi allt verið gert til þess. Málþóf, útúrsnúningar og þjösnagangur. „Ég hefur aldrei áður upplifað vera skipað að vera í herbergi þar sem mannsandinn leggst í svaðið og veltir sér uppúr því.“

 

Þráinn sagði skilið við Borgarahreyfingu snemma eftir kosningarnar 2009 og gekk síðan til liðs við þingflokk vinstri grænna. Hann sagðist hafa keypt þá vitleysu að það skipti máli að vinstri stjórn sæti heilt kjörtímabil en réttara hefði verið að hætta stuðning við ríkisstjórnina þegar ár var eftir af kjörtímabili, þegar ljóst var að ekki myndi takast að breyta stjórnarskránni eða fiskveiðilögunum.

„Getuleysi stjórnarinnar var ekki bara vegna dólgslegrar framkomu stjórnarandstöðunnar, heldur kom það einnig úr hennar eigin röðum.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: