- Advertisement -

Átta þúsund ný störf á einum mánuði

- erlent fólk fyllir í störf sem við getum ekki manna, sökum fámennis.

Fólki á vinnumarkaði fjölgaði um átta þúsund milli mánaðanna mars og apríl í vor. Fjölgunin er óvenju mikil og kann að leiðréttast.

Það er ekki bara að starfandi fólki hafi fjölgað. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli 1. ársfjórðungs 2016 og 2017. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá 1. ársfjórðungi 2016 til sama tíma 2017. Erlendir ríkisborgarar voru um 9,3% íbúa hér á landi á fyrsta ársfjórðungi 2017, en voru 8,3% á sama tíma í fyrra.

Atvinnuþátttaka hér er mjög mikil, eða rétt tæp 85 prósent.

Þrátt fyrir þetta verðbólga ekki aukist. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hefur aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og var 84,9% af heildarmannfjölda á vinnualdri nú í mars. Hlutfall starfandi var 83,4% í mars. Að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7% í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Meðalatvinnuleysi síðustu 12 mánaða var 2,9% og hefur sú tala ekki mælst lægri frá því í árslok 2008. Skráð atvinnuleysi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var 2,4% í mars og 2,3% að meðaltali síðustu 12 mánuði.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: