Átta mánaða þrautarganga í Framsókn
- félagar í Framsóknarflokki þurfa, þar til í janúar, að búa við grasserandi innanmein. Í janúar verður ný forysta væntanlega kjörin.
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fannst ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar ekkert sérstök. Og kannski var ekki við öðru að búast. Sigmundur Davíð sagði, að á miðstjórnarfundinum, hafi komið í ljós að ekki sé aðeins fámennur hópur flokksfélaga sem er ósáttur. Hann telur andstöðuna við stöðu flokksins sér til tekna. Hann útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns í janúar næstkomandi.
Sökum ástandsins í Framsóknarflokki, bíður flokksins og félaga hans, átta mánaða þrautarganga, ganga í ósætti og jafnvel illdeilum. Ekki tókst að stilla friðar á löngum fundi í gær. Allt sem Sigmundur Davíð sagði eftir fundinn var kristalskýrt. Hann hefur ekki tekið formanninn Sigurð Inga í sátt. Alls ekki.
Lilja Dögg var spurt hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Óákveðið sagði hún, en tók fram að hún ætli sér að vera áfram í forystu flokksins. Skilja má að hennar eini fyrirvari við formannsframboði sé hvað Sigmundur Davíð gerir. Framsóknarflokkurinn er kannski fastur í klóm formannsins fyrrverandi, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Staðan er ótvírættsú að afleiðingar síðasta flokksþings, og kjör formannsins þar, sitja fast í mörgum. Ómögulegt er að Sigmundur Davíð, og hans tryggasta bakland, mun aldrei nokkurn tíma sættast á Sigurð Inga sem formann.
Fram að kjörinu í janúar munu Framsóknarmenn ganga þrautargöngu og það ekki í takt.
Sigurjón M. Egilsson.