- Advertisement -

Átökin verða á vinstrivígstöðvunum

„Eins og í kosningabaráttunni þá bar Sanna af á borgarstjórnarfundinum, talaði bara um það sem skipti máli og gerði það af yfirvegun. Og sagði satt. Fór ekki með fleipur, hálfsannleik eða útúrsnúninga.“

Gunnar Smári Egilsson.

Það er búið að vera fróðlegt að fylgjast með hvernig stuðningsfólks meirihlutans í borginni hefur brugðist við stjórnarandstöðunni. Staðan í borginni er að mörgu leyti nýlunda í íslenski pólitík. Við höfum miðhægri-stjórn sem þarf að verjast andstöðu til beggja handa, hægra megin er Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins en vinstra megin Sósíalistaflokkurinn. Ef marka má Facebook þá munu helstu átökin verða á vinstri vígstöðvunum. Að hluta til er það vegna þess að Sanna Magdalena lagði fram flest mál og áhugaverðust, mörg sem afhjúpuðu veika stöðu borgarinnar í mikilvægum málum og undarlegt stand á meirihlutanum (sjálftaka elítunnar, ólýðræðislegar breytingar á borgarkerfinu, fjarlægð við notendur þjónustu borgarinnar). En að mestu leyti held ég að þetta stafi af því að flokkarnir í meirihlutanum kunni ekki að verjast til vinstri, stuðningsfólk þeirra missti sig í einhverjar fabúleringar um alla þá hollustu sem sósíalistar skulduðu þeim. Eins og í kosningabaráttunni þá bar Sanna af á borgarstjórnarfundinum, talaði bara um það sem skipti máli og gerði það af yfirvegun. Og sagði satt. Fór ekki með fleipur, hálfsannleik eða útúrsnúninga.

-gse


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: