Segir flokkinn ekki lengur höfða til almennra kjósenda.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki áhyggjulaus vegna átakanna í flokknum. Hún skrifar á Facebook:
„Það er svo dapurt að verða vitni aftur og aftur að því, að sumum í Sjálfstæðisflokknum finnist að þar eigi bara að ríkja ein skoðun. En nú kemur það líka greinilegar fram en áður að fara eigi gegn forystunni á næsta landsfundi og einstaka þingmönnum í komandi prófkjöri. Við sjálfstæðismenn þurfum að spyrja okkur sjálfa að því hvort þarna liggi ekki ástæða þess að flokkurinn okkar höfðar ekki lengur til hins almenna kjósanda.“