Alþingi „Ég kann því illa þegar logið er upp á mig, en það gerðist í máli háttvirts þingmanns, Kristján Möller. Hann veit það jafnvel og ég, að ég var hér í þinghúsinu í allt görkvöld, alveg þar til klukkan var tuttugu mínútur yfir þrjú í nótt,“ sagði Vigdís Hauksdóttir á Alþingi fyrir skömmu. Ræða hennar var kröftug.
Hægt er að hlusta á hana hér.
„Ég ræddi meira að segja viðð þingmanninn. Ég er ekki orðin gegnsæ. Hann hlýtur að hafa séð mig. Sérstaklega í ljósi þess að við áttum samtal hér á göngunum. Þetta er ljótur pólitískur leikur.“
Vigdís endaði á að segja: „Þetta er lygi, þetta eru dylgjur og undir þessu sit ég ekki.“ Og; „Undir lygum sit ég ekki.“
Kristján baðst afsökunar hafi hann farið dagavillt.