Í þættinum Annað Ísland, á Útvarpi Sögu í gær, var fjallað um átökin í forustu sjómanna, neytendamál og ástandið á húsnæðismarkaði var aðal umfjöllunarefni þáttarins Annað Ísland í dag en til að ræða þessi mál voru fengnir gestir úr mörgum ólíkum áttum.
Heiðveig María sem býður sig fram til formanns Sjómannafélags Íslands var fyrsti gestur þáttarins og greindi þar frá sýn sinni í kjarabaráttu sjómanna, en hún segir meðal annars að núverandi forystumenn séu ekki að standa vaktina og því þurfi nýtt fólk að koma að málum.
Þá komu þrír frambjóðendur til formanns Neytendasamtakanna og sögðu frá sínum áherslumálum og sýn á neytendamálin.
Ólafur Margeirsson hagfræðingur kom einnig og ræddi húsnæðismálin, skatta og lífeyrissjóðsmálin. Í samtali hans og Gunnars Smára komu fram margar merkilegar niðurstöður sem sönnuðu enn og aftur hversu mikill munur er á húsnæðismarkaði hér og víða annarsstaðar.
Umsjónarmaður þáttarins er Gunnar Smári Egilsson.
Hér er hægt að hlusta á þáttinn:
Synir Egils: Átök í forustu sjómanna og ástandið á húsnæðismarkaðnum