- Advertisement -

Átök í ríkisstjórninni

Svo er komið að upp er komið deilumál milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Annað var ómögulegt. Eins ólíkir og flokkarnir hafa verið fram til myndunnar ríkisstjórnarinnar.

Svandís Svavarsdóttir stendur fyrir dyrum sem Sjálfstæðismenn hafa alltaf viljað hafa galopnar. Svandís heilbrigðisráðherra vill ekki að sérfræðilæknar geti gengið óhindrað að samningum við ríkið, opnað sínar stofur og hafið störf. Afstaða Svandísar er nokkuð í takt við orðræðu hennar flokks.

Óli Björn Kárason hefur sóknina gegn Svandísi. Reynir að koma henni frá svo fleiri læknar komist óhindrað að „krana sjálftökunnar“. Óli Björn notar Moggann í dag skrifar þar langa grein um það sem hann og þeir læknar sem hann vitnar til vilja meina að sé óhæfuverk Svandísar.

„Það hefur verið styrkur íslenska heilbrigðiskerfisins að læknar fari í sérnám til annarra landa og snúi til baka með dýrmæta þekkingu. Þegar yfirvöld heilbrigðismála koma í veg fyrir að sérfræðilæknar hafi samning við Sjúkratryggingar, er grafið undan styrkleika heilbrigðiskerfisins. Íslenskir sérfræðilæknar geta ekki snúið heim að loknu löngu námi,“ skrifar Óli Björn.

Hverjar verða svo afleiðingarnar að mati þingmannsins Óla Björns:

„Hægt og bítandi verður til tvöfalt heilbrigðiskerfi með einkareknu sjúkratryggingakerfi. Efnafólk mun nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga en við hin þurfum að skrá nöfn okkar á biðlista í þeirri von að við fáum nauðsynlega þjónustu innan veggja ríkisins áður en það verður of seint. Þetta er sannarlega jafnaðarstefna sem kennd er við þann sem býr í því neðra.“

Ólík sjónarmið takast á í þessu máli. Búast má við fullum sigri Sjálfstæðisflokksins. Í þessu máli sem öðrum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: